Mynd

Pönnusteiktur þorskur með bragðsterku rauðlauksmauki og tómatkryddjurtasósu

5 Sep með bragðsterku rauðlauksmauki og tómatkryddjurtasósu

Mér þykir við hæfi að fyrsta uppskriftin á þessari síðu komi úr einni af uppáhalds matreiðslubókinni minni Heilsuréttir fjölskyldunnar eftir Berglindi Sigmarsdóttur.

Í þessari bók er einfaldlega allar uppskriftirnar bragðgóðar, einfaldar í framkvæmd, hollar og henta ungum sem öldnum. Ég hafði samband við Berglindi sem var svo elskuleg að leyfa mér að birta uppskrift úr bókinni. Ég hvet ykkur til að kaupa þessa snilldarbók ef þið eruð ekki búin að því nú þegar og lofa að þið verðið ekki svikin.

Uppskriftin sem varð fyrir valinu er þorskur með bragðsterku rauðlauksmauki og kryddjurtasósu. Hann var einfaldur í undirbúningi en alveg út úr þessum heimi bragðgóður.

 

Strákarnir mínir voru að elska tómatkryddjurtasósuna og hugsa að ég geri tvöfalda þannig næst og mér fannst kryddlögurinn setja punktinn yfir i-ið, enda dásamlegt að finna smá spicy bragð. Með þessu hafði ég sætkartöflumús (soðnar sætar kartöflur stappaðar saman með olíu/smjöri og salti) og salat.

FYRIR 4

800 gr þorskur, roðhreinsaður og skorinn í sneiðar

Kryddlögur

3 msk. sítrónusafi

1/2 dl hunang

2 msk. jómfrúarolía

1 rauð paprika, fínt söxuð

4 stórir rauðlaukar, fínt saxaðir

1 grænt chillí, fínt saxað

1/2 msk. sjávarsalt

Hitið pott við meðalháan hita. Setjið allt hráefni, nema fiskinn, í pottinn og látið malla í 10 mínútur. Þessu er svo smurt í þunnu lagi á fiskinn eftir að hann hefur verið eldaður.

Eldun á þorski

Skerið fiskinn í ca 200 gr sneiðar.  Í flestum tilfellum er best að brúna fiskinn við háan hita í ólífuolíu í um 3 mínútur eða þar til hann er orðinn gullinbrúnn. Sneiðunum er þá snúið við og þær steiktar áfram í um 5 mínútur.

Tómatkryddjurtasósa

1 dós saxaðir, niðurskornir tómatar með hvítlauk

1/2 búnt ferskt kóríander, saxað

1/2 búnt fersk basilíka, söxuð

1 dl hvítvín

1 tsk kjúklingakraftur

Aðferð:

1. Sjóðið saman tómatblönduna, kjúklingakraftinn og hvítvín í um 5 mínútur.

2. Að síðustu er kryddjurtunum bætt útí.

Pönnusteiktur þorskur með bragðsterku rauðlauksmauki og tómatkryddjurtasósu

5 Sep

Mér þykir við hæfi að fyrsta uppskriftin á þessari síðu komi úr einni af uppáhalds matreiðslubókinni minni Heilsuréttir fjölskyldunnar eftir Berglindi Sigmarsdóttur.

Í þessari bók er einfaldlega allar uppskriftirnar bragðgóðar, einfaldar í framkvæmd, hollar og henta ungum sem öldnum. Ég hafði samband við Berglindi sem var svo elskuleg að leyfa mér að birta uppskrift úr bókinni. Ég hvet ykkur til að kaupa þessa snilldarbók ef þið eruð ekki búin að því nú þegar og lofa að þið verðið ekki svikin.

Uppskriftin sem varð fyrir valinu er þorskur með bragðsterku rauðlauksmauki og kryddjurtasósu. Hann var einfaldur í undirbúningi en alveg út úr þessum heimi bragðgóður.

Strákarnir mínir voru að elska tómatkryddjurtasósuna og hugsa að ég geri tvöfalda þannig næst og mér fannst kryddlögurinn setja punktinn yfir i-ið, enda dásamlegt að finna smá spicy bragð. Með þessu hafði ég sætkartöflumús (soðnar sætar kartöflur stappaðar saman með olíu/smjöri og salti) og salat.

FYRIR 4

800 gr þorskur, roðhreinsaður og skorinn í sneiðar

Kryddlögur

3 msk. sítrónusafi

1/2 dl hunang

2 msk. jómfrúarolía

1 rauð paprika, fínt söxuð

4 stórir rauðlaukar, fínt saxaðir

1 grænt chillí, fínt saxað

1/2 msk. sjávarsalt

Hitið pott við meðalháan hita. Setjið allt hráefni, nema fiskinn, í pottinn og látið malla í 10 mínútur. Þessu er svo smurt í þunnu lagi á fiskinn eftir að hann hefur verið eldaður.

Eldun á þorski

Skerið fiskinn í ca 200 gr sneiðar.  Í flestum tilfellum er best að brúna fiskinn við háan hita í ólífuolíu í um 3 mínútur eða þar til hann er orðinn gullinbrúnn. Sneiðunum er þá snúið við og þær steiktar áfram í um 5 mínútur.

Tómatkryddjurtasósa

1 dós saxaðir, niðurskornir tómatar með hvítlauk

1/2 búnt ferskt kóríander, saxað

1/2 búnt fersk basilíka, söxuð

1 dl hvítvín

1 tsk kjúklingakraftur

Aðferð:

1. Sjóðið saman tómatblönduna, kjúklingakraftinn og hvítvín í um 5 mínútur.

2. Að síðustu er kryddjurtunum bætt útí.

Inspired by Barcelona

5 Sep

Ég hef gengið með þá hugmynd í nokkurn tíma að henda spennandi uppskriftum í svona matarblogg og nú ætla ég bara að kíla á það. Geri yfirleitt uppskriftir bara einu sinni eða tvisvar og fer svo í þá næstu, en ágætt að hafa svona gagnagrunn þar sem maður getur flett upp þessu gamla og leyft öðrum að njóta þess í leiðinni.

Ástæða þess að ég kíli á þetta núna er að ég fékk svo dásamlegan innblástur þegar ég var með fjölskyldu minni í Barcelona á dögunum. Þvílíkt sem að var dekrað við bragðlaukana í þeirri ferð, spænskt tapas, indverskir grænmetisréttir, líbanskir smáréttir, ítalskt pasta og svona mætti lengi telja. Vaknaði upp á hverjum morgni og fletti upp stöðum til að fara á um kvöldið..haha já ég veit.  Ég elska mat í allskonar litum, því fleiri sem litirnir eru því betra. Þannig nær maður fram sumarstemmingu hvernig sem viðrar, að minnsta kosti í hjarta..og maga.

 Þetta blogg bara er eins og það er, almennt á hollustunótunum en það fer sko bara algjörlega eftir skapi mínu. Þannig að þið sem borðið bara epli sem detta sjálfkrafa af trjánum getið bara hætt að lesa núna 🙂

Svo þekki ég nú fullt af góðum og frumlegum kokkum og held það sé ekki spurning að fá gestabloggara til að skella inn sinni uppáhalds uppskrift einstaka sinnum..lækí læk á það.

Svona til að hafa það á hreinu að þá á ég ekki heiðurinn af þessum uppskriftum, ég finn þær á netinu, í matreiðslubókum, þegar ég fer út að borða og hjá vinum og vandamönnum. Ég mun reyna að forðast ritstuldur og geta snillinganna eftir bestu getu.

NJÓTIÐ!

Ljóskan í eldhúsinu

5 Sep

Ég heiti Berglind Guðmundsdóttir, 36 ára, 4 barna móðir, eiginkona og hjúkrunarfræðingur. Ég elska mat, finnst skemmtilegt að taka myndir og leiðist ekki að dunda mér í tölvunni. Það að stofna matarblogg nær að sameina þetta allt. Vona að þið hafið gott og gaman af. Allar ábendingar eru vel þegnar og má senda á beggagumm@gmail.com

Njótið!